22. ágúst 2018

Fossar ljúka vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir OR

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboði Orkuveitu Reykjavíkur sem lauk í gær, 21.ágúst 2018.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 5.115 m. kr. að nafnverði.

Heildartilboð í flokkinn OR090546 voru samtals 2.040 m. kr. á bilinu 2,75% – 2,89%. Tilboðum að fjárhæð 1.580 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,85%.

Heildartilboð í flokkinn OR090524 voru samtals 3.075 m. kr. á bilinu 2,65% – 2,80%. Tilboðum að fjárhæð 2.365 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,75%.

Aldrei hefur verið jafn góð eftirspurn í skuldabréfaútboðum OR.