Fossar markaðir hf. voru með sterka hlutdeild í kauphöllinni á árinu 2017, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Fossar voru einnig umsvifamiklir í Kauphöllinni í desember einum og sér.
Fossar voru leiðandi í tilkynntum viðskiptum á árinu 2017 með 15,8% hlutadeild í skuldabréfum og 19,1% í hlutabréfum.
Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í desember var 18,1% í skuldabréfum og 20,1% í hlutabréfum og samsvarandi 15,7% og 16,1% í öllum viðskiptum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 85 milljörðum króna í desember og 1.240 milljörðum á árinu 2017. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði námu 33 milljörðum í mánuðinum, en 630 milljörðum á árinu.