Fossar fjárfestingarbanki hefur undirritað samning við Kaldalón hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins sem verða skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland þann 16. nóvember næstkomandi.
Fossar hafa skuldbundið sig til að leggja fram bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, á hverjum viðskiptadegi, bæði áður en Kauphöllin opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað.
Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 8.000.000 kr. að markaðsvirði á gengi sem Fossar ákveða. Slíkt tilboð skal þó ekki víkja meira en 3% frá síðasta skráðu viðskiptaverði í Kauphöllinni. Eigi Fossar viðskipti með hluti Kaldalóns hf. innan sama viðskiptadags sem nema samtals 40.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira, falla niður skyldur Fossa um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en en ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5,0% skal heimilt að auka hámarksverðbil í 3,0%.
Samningurinn tekur gildi frá og með skráningu félagsins á aðalmarkað, 16. nóvember 2023.
Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Friðriksson
Sími: 522-4000
Netfang: runar.fridriksson@fossar.is