Fossar fjárfestingarbanki hefur undirritað samning við Arion banka um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins sem eru skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Fossar hafa skuldbundið sig til að leggja fram bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, á hverjum viðskiptadegi, bæði áður en Kauphöllin opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað.
Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 87.500 kr. að nafnvirði á gengi sem Fossar ákveður en þó ekki með meira en 3,0% fráviki frá síðasta viðskiptaverði.
Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Nasdaq Iceland eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Þó skal Fossum vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili en að framan greinir við sérstakar aðstæður, t.d. í tengslum við breytingar á verðskrefatöflu Nasdaq Iceland. Eigi Fossar viðskipti með bréf Arion banka samkvæmt samningnum fyrir 525.000 kr. að nafnvirði eða meira innan dags, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.
Samningurinn er ótímabundinn og gildir frá og með lok dags 11. apríl 2025.
Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Friðriksson
Sími: 522-4000
Netfang: runar.fridriksson@fossar.is