25. ágúst 2025

Fossar fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2025

Við hátíðlega athöfn á Nauthóli síðastliðinn föstudag hlutu Fossar fjárfestingarbanki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningin er veitt af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. 

Þá hlutu VÍS og Skagi sömu viðurkenningu, en Skagi er móðurfélag Fossa og VÍS.

Markmið nafnbótarinnar, sem veitt er árlega, er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda. Fylgni við góða stjórnarhætti stuðli að faglegri ákvarðanatöku, ábyrgari rekstri og bættri samskiptamenningu innan fyrirtækja. Þannig verði stjórnarstarf bæði skilvirkara og traustara í augum almennings.

Heiðrún Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fossa.