Fossar fjárfestingarbanki hf. lauk víxlaútboði í gær. Bankanum bárust tilboð að nafnverði 1.120 m.kr. á bilinu 10,2% – 10,5% flötum vöxtum, þar sem vegnir meðalvextir voru 10,4%.
Samþykkt tilboð í 6 mánaða víxlaflokkinn FOS 24 0911 voru samtals 500 m.kr. á 10,39% flötum vöxtum.
Umsjón með útboðinu höfðu markaðsviðskipti Fossa fjárfestingarbanka.
Sótt verður um töku víxlanna til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 13. mars 2024.
Nánari upplýsingar:
Ernir Jónsson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 832-4002
Netfang: ernir.jonsson@fossar.is
Ásgrímur Gunnarsson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 832-4040
Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is