Fossar fjárfestingarbanki hf. lauk sínu fyrsta víxlaútboði í gær. Bankanum bárust 19 tilboð að nafnverði 1.740 m.kr. á bilinu 7,08% – 7,50% flötum vöxtum, þar sem vegnir meðalvextir voru 7,28%.
Samþykkt tilboð í 6 mánaða víxlaflokkinn FOS 23 0227 voru samtals 1.000 m.kr. á 7,30% flötum vöxtum. Heildarnafnverð flokksins stendur í 1.000 m.kr. eftir útgáfuna.
Umsjón með útboðinu hafði skuldabréfamiðlun Fossa fjárfestingarbanka.