4. maí 2018

Fossar fá starfsleyfi fyrir fyrirtækjaráðgjöf

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Fossum mörkuðum starfsleyfi til að bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf til viðbótar við aðra starfsemi.

Andri Guðmundsson verður framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa en hann stýrir í dag starfsstöð félagsins í Stokkhólmi.

Stofnun fyrirtækjaráðgjafarinnar eru viðbrögð við óskum frá viðskiptavinum sem hafa í sífellt auknum mæli beðið um ráðgjöf og umsjón með verkefnum á þessu sviði. Leyfið gerir Fossum mörkuðum kleift að sinna alhliða fjármagnsþörfum viðskiptavina sinna, allt frá hluta- og skuldabréfaútgáfum yfir í kaup og sölu fyrirtækja, samruna og yfirtökur.