Kæri viðskiptavinur,
Við viljum vekja athygli þína á því að á heimasíðu Fossa hafa verið birtir nýir Almennir viðskiptaskilmálar og taka þeir gildi frá og með deginum í dag, 21. september 2023. Skilmálarnir hafa að geyma almenn ákvæði um réttindi og skyldur viðskiptavinar og bankans og munu gilda um alla þjónustu bankans. Með því að eiga í viðskiptum við eða að öðru leyti þiggja þjónustu Fossa telst viðskiptavinur hafa samþykkt skilmálana.
Sömuleiðis er athygli þín vakin á því að á heimasíðu Fossa hafa verið birtir uppfærðir Viðskiptaskilmálar fjárfestingarþjónustu, sem gilda almennt um fjárfestingarþjónustu, nánar tiltekið við móttöku, miðlun og framkvæmd fyrirmæla, eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og viðbótarþjónustu. Þeir taka enn fremur gildi frá og með deginum í dag. Auk viðskiptaskilmála fjárfestingarþjónustu gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, sértækra skilmála og reglna um einstakar vörur eða fjárfestingarþjónustu.
Núverandi viðskiptavinir Fossa teljast hafa samþykkt hina nýju skilmála haldi þeir áfram viðskiptum við bankann eftir gildistöku þeirra. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum um framangreinda skilmála með því að hafa samband á netfangið info@fossar.is.
Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér efni skilmálanna, sem hægt er að nálgast hér.