1. febrúar 2022

Arnar Geir nýr í teymi markaðsviðskipta

Tilfærslur urðu á milli sviða hjá Fossum mörkuðum núna um mánaðamótin. Arnar Geir Sæmundsson hefur gengið til liðs við svið markaðsviðskipta eftir að hafa starfað á sviði fyrirtækjaráðgjafar frá því að hann hóf störf hjá Fossum fyrir tæpu ári.

Markaðsviðskipti Fossa veita alhliða þjónustu á íslenskum fjármálamörkuðum á sviði miðlunar, en fyrir sviðinu fer Steingrímur Arnar Finnsson framkvæmdastjóri. Aðrir sérfræðingar sviðsins eru Adrian Sabido, Ásgrímur Gunnarsson, Matei Manolescu og Rafn Viðar Þorsteinsson.

„Arnar Geir hefur staðið sig vel í fyrirtækjaráðgjöfinni og við hlökkum til að fá að njóta krafta hans í markaðsviðskiptunum,“ segir Steingrímur Arnar. „Hann býr að víðtækri reynslu á sviði fjármálaþjónustu og með góðan bakgrunn í námi.“

Fossar eru aðili að Nasdaq Iceland kauphöllinni og hafa jafnframt aðgang að yfir 85 öðrum kauphöllum á heimsvísu, en félagið veitir alhliða þjónustu í tengslum við verðbréfaviðskipti á fjármálamarkaði.

MYND: Arnar Geir Sæmundsson, nýr liðsmaður markaðsviðskipta Fossa.