6. janúar 2025

Alfa Framtak kaupir Hótel Eyju

Alfa Framtak hefur samið um kaup á 100% hlutafjár í Hótel Eyju ehf. en endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Hótel Eyja er 65 herbergja fjögurra stjörnu hótel staðsett í Brautarholti í Reykjavík. Hótelið opnaði árið 2016 og hefur frá upphafi verið í eigu og rekstri hjónanna Lindu Jóhannsdóttur og Ellerts Finnbogasonar.

Hótel Eyja verður þar með sjötta hótelið sem Alfa Framtak fjárfestir í og það fyrsta á höfuðborgasvæðinu. Önnur hótel í eigu Alfa Framtak eru Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði, Hótel Hamar í Borgarnesi, Umi Hótel á Suðurlandi, Hótel Flókalundur á Vestfjörðum og Magma Hótel við Kirkjubæjarklaustur.

Fyrirtækjaráðgjöf Fossa var ráðgjafi seljanda og óskar báðum aðilum innilega til hamingju með viðskiptin.