Fossar fjárfestingarbanki efnir til víxlaútboðs í dag
Fossar fjárfestingarbanki hf. efnir til víxlaútboðs í dag, miðvikudaginn 23. ágúst.
Boðnir verða til sölu víxlar í 6 mánaða flokki FOS 24 0228 með lokagjalddaga þann 28. febrúar 2024. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu samþykktu flötu vöxtum. Nafnverðseining víxlanna er 20 m.kr.
Tilboðum, þar sem fram koma upplýsingar um tilboðsfjárhæð og flata vexti, skal skilað til Fossa fjárfestingarbanka fyrir kl. 17:00 í dag, miðvikudaginn 23. ágúst 2023, á netfangið utbod@fossar.is.
Uppgjörsdagur er 28. ágúst 2023, sem er jafnframt lokagjalddagi 880 m.kr. víxilsins FOS 23 0828. Niðurstaða útboðsins verður tilkynnt að loknu útboði.
Nánari upplýsingar:
Ásgrímur Gunnarsson
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 832-4040
Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is
Matei Manolescu
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 832-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is