Vilhjálmur Egilsson

Varameðlimur í stjórn

Vilhjálmur er varameðlimur í stjórn Fossa fjárfestingarbanka hf.

Vilhjálmur hefur víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun í atvinnulífinu og hjá hinu opinbera. Hann gegndi stöðu rektors Háskólans á Bifröst á árunum 2013–2020. Áður var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á árunum 2006–2013 og þar áður ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu frá 2004–2006. Á árinu 2003 átti Vilhjálmur sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Frá 1987 til 2003 var hann framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, samhliða því að gegna þingmennsku fyrir Norðurlandskjördæmi vestra á árunum 1991–2003. Þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands. Vilhjálmur hefur jafnframt víðtæka reynslu af stjórnarstörfum, meðal annars sem stjórnarmaður hjá Skaga hf., VÍS tryggingum hf., Innviðum slhf., varaformaður stjórnar og fulltrúi í endurskoðunarnefnd Hörpu ohf. og stjórnarformaður Menntaskóla Borgarfjarðar.

Vilhjálmur hefur lokið doktorsgráðu í hagfræði frá Suður-Kaliforníuháskóla (USC) og meistarapróf í hagfræði frá sama skóla. Hann er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.