Jón Arnór Stefánsson er viðskiptastjóri í eignastýringu.
Jón Arnór kemur til Fossa fjárfestingarbanka frá BDA Sports Management en áður var Jón Arnór í eigin fyrirtækjarekstri. Jón Arnór á að baki farsælan atvinnumannaferil í körfuknattleik, en hann hefur spilað um heim allan, bæði sem fyrirliði landsliðs Íslands og sem atvinnumaður með fjölmörgum alþjóðlegum körfuknattleiksliðum.
Jón Arnór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið námi í verðbréfaviðskiptum.