Gunnar Egill Egilsson

Varamaður í stjórn

Gunnar Egill Egilsson er varamaður í stjórn Fossa fjárfestingarbanka hf.

Gunnar Egill Egilsson er meðeigandi að Nordik lögfræðiþjónustu í Reykjavík þar sem að hann sinnir lögfræðiráðgjöf og málflutningi. Sérsvið Gunnars Egils er skatta- og félagaréttur og veitir hann smáum og stórum fyrirtækjum ráðgjöf í þeim málaflokkum. Ásamt lögmennskunni hefur Gunnar Egill sinnt gestakennslu í Háskólanum í Reykjavík og verið atkvæðamikill í félagsmálum.

Gunnar Egill er með B.A. og M.A. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.