Friðrik Þór Gunnarsson

Fyrirtækjaráðgjöf

Friðrik Þór kemur til Fossa fjárfestingabanka að lokinni MBA gráðu frá London Business School, þar sem hann stundaði nám frá 2022-2024. Friðrik vann sem hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi frá 2017-2022, þar sem hann sinnti margþættri vinnu á sviði greininga, ráðgjafar og gerð fjárhagslíkana.

Friðrik Þór hefur lokið BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá London Business School, með áherslu á fjármál og fjárfestingar.