Ellert Guðjónsson er í teymi markaðsviðskipta.
Áður en Ellert gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hann sem fjárfestatengill hjá Marel hf. frá árinu 2022. Ellert er með yfir 18 ára reynslu af fjármálamarkaði. Hann starfaði í eignastýringu hjá Gildi lífeyrissjóði (2020-2022), fyrirtækjaráðgjöf hjá Arctica Finance og HF. Verðbréfum (2015-2020) og Deloitte FAS (2004-2007), fjárhagslegri endurskipulagningu hjá Skilanefnd Landsbanka Íslands /LBI hf.(2010-2015) og Arion banka hf. (2009-2010) og starfaði sem hlutabréfagreinandi hjá Kaupþingi Banka (2007-2009).
Ellert er með MSc. í Fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík (2012) og BSc. í Hagfræði frá Háskóla Íslands (2004). Hann lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2010.