Stjórnir Samkaup og Heimkaup hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu þann 18. desember 2024 um helstu skilmála vegna samruna félaganna.
Áreiðanleikakönnun er lokið og er undirritun samnings bindandi. Samruni félaganna er enn háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegt samþykki hluthafafunda beggja aðila en formleg samrunatilkynning hefur verið send til Samkeppniseftirlitsins.
Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Fyrir viðskiptin er SKEL eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag og verður eignarhlutur SKEL í sameinuðu félagi því rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað.
Fyrirtækjaráðgjöf Fossa er ráðgjafi SKEL og Heimkaupa.