Fossar styrktu Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur árið 2015. Alls söfnuðust 2,3 milljónir þetta fyrsta ár sem markaði upphaf Takk dagsins.
Alls söfnuðu Fossar 4 milljónum til stuðnings Barnaspítala Hringsins á Takk deginum 2016.
Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.
Fossar styrktu Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, um 6,7 milljónir króna á Takk deginum 2017.
Framlagið nýttist jafningjastuðningi og neyðarsjóði Krafts.
Alls söfnuðust 8,2 milljónir á Takk deginum 2018. Styrknum var skipt jafnt á milli þjóðarátaksins Ég á bara eitt líf og Bergsins, stuðningsseturs fyrir ungt fólk. Styrkurinn nýttist til forvarnafræðslu og við uppbyggingu á þjónustu fyrir ungt fólk.
Alls söfnuðust rúmar 11 milljónir króna á Takk deginum 2019 til styrktar langveikum ungmennum.
Styrkurinn nýttist Rjóðrinu til að efla þjónustu við eldri ungmenni og þjónustu við langveik og fötluð börn.
Alls söfnuðust 12,6 milljónir króna á Takk deginum 2020 og rann stuðningurinn til Landssamtakanna Geðhjálpar.
Styrkurinn nýttist til að setja á laggirnar geðræktarverkefnið G-vítamín sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni geðrækt meðal landsmanna.
Alls söfnuðust 21,6 milljónir á Takk deginum árið 2021.
Styrkurinn rann til Jafningjaseturs Reykjadals, félagsmiðstöðvar fyrir börn og ungmenni með fötlun.
Á Takk deginum 2022 söfnuðust 23,9 milljónir sem runnu til Píeta samtakanna.
Styrkurinn nýttist við að halda úti forvörnum og sólarhringsþjónustu fyrir ungt fólk í vanda.
Alls söfnuðust 24,1 milljónir fyrir Krýsuvíkursamtökin á Takk deginum 2023.
Styrkurinn bætti meðferðarpláss og þjónustu við skjólstæðinga með nýrri sérálmu fyrir konur í Krýsuvík.
Í ár mun afrakstur dagsins renna til Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni.