13. febrúar 2017

Fossar viðhalda sterkri stöðu í kauphöllinni í janúar

Fossar markaðir hf. viðhalda miklum umsvifum í Kauphöllinni í janúar, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf.

Fossar voru leiðandi á skuldabréfamarkaði í janúar með 18% hlutdeild. Heildarvelta af skuldabréfaviðskiptum nam 85,9 milljörðum króna í mánuðinum.

Hlutdeild Fossa af heildarveltu með hlutabréf var 11,2% í janúar í 50 milljarða króna viðskiptum.