30. mars 2022

Fossar sjá um útboð á skuldabréfum Regins á morgun

Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) heldur lokað útboð á skuldabréfum félagsins á morgun, fimmtudaginn 31. mars. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki REGINN280429.

REGINN280429 er verðtryggður flokkur sem ber 1,2% fasta vexti og hefur lokagjalddaga þann 28. apríl 2029 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga þegar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast upp.

Áætlaður uppgjörsdagur er föstudagurinn 8. apríl 2022 og sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markaði Nasdaq Iceland.

Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt almenna tryggingarfyrirkomulaginu.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar:

Rósa Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri fjármála
Sími: 512-8900 / 844-4776
Netfang: rosa@reginn.is

Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is