15. júlí 2025

Fossar ráðgjafi við útgáfu á breytanlegu skuldabréfi fyrir Unbroken

Zym Ice hf., móðurfélag Unbroken, hefur tryggt sér 800 m.kr. fjármögnun með útgáfu á breytanlegu skuldabréfi. Fjárfestar eru IS Haf fjárfestingar, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og aðrir einkafjárfestar. Fjármögnuninni er ætlað að styðja við alþjóðlegt sölu- og markaðsstarf í kjölfar tímamóta styrktar- og samstarfssamning við alþjóðlega hjólreiðaliðið Lidl-Trek.

Fyrirtækjaráðgjöf Fossa var ráðgjafi Unbroken ásamt ARMA Advisory.

Zym Ice er framsækið fyrirtæki á sviði sjávarlíftækni. Fyrsta vara félagsins, Unbroken RTR, er byltingarkennt fæðubótaefni sem framleitt er í eigin verksmiðju félagsins í Noregi og byggir á áralöngum rannsóknum og þróunarvinnu. Samstarfssamningurinn við Lidl-Trek, sem metinn er á vel á annan milljarð króna, mun auglýsa Unbroken um allan heim enda fylgjast yfir 3 milljarðar manna með Tour de France og öðrum helstu hjólreiðakeppnum heims ár hvert. Þá mun samningurinn bjóða upp á víðtæka dreifingu í gegnum alþjóðleg sölukerfi tengd því samstarfi.

Fossar fjárfestingarbanki óskar félaginu til hamingju með samstarfssamninginn og fjármögnunina og þakkar ARMA Advisory fyrir ánægjulegt samstarf.