21. september 2023

Fossar óska Amaroq til hamingju með skráningu á aðalmarkað

Hlutabréf Amaroq Minerals (AMRQ) voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland í morgun, tæpu ári eftir skráningu félagsins á First North vaxtarmarkaðinn. Fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka var ráðgefandi í ferlinu, meðal annars um möguleg áhrif tilfærslunnar á hlutabréf félagsins.

Fossar óska starfsfólki og hluthöfum Amaroq innilega til hamingju með áfangann, en félagið er það fyrsta sinnar tegundar til að vera skráð á aðalmarkað á Íslandi.

Amaroq var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu.