Lokuðu útboði á félagslegum skuldabréfum Félagsbústaða lauk 10. mars 2021. Gefin voru út skuldabréf í flokknum FB100366 SB en skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf með lokagjalddaga 10. mars 2066.
Í heildina bárust tilboð að fjárhæð 3.760 m.kr. að nafnvirði á bilinu 1,60% – 2,00%.
Tilboðum að fjárhæð 1.950 m.kr. að nafnvirði var tekið á ávöxtunarkröfunni 1,69%. Heildarstærð flokksins verður 13.600 m.kr. að nafnvirði eftir stækkunina.
Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.
Nánari upplýsingar:
Sigrún Árnadóttir
Framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Sími: 520 1500
sigrun@felagsbustadir.is
Daði Kristjánsson
Fossar markaðir hf.
Sími: 840 4145
dadi.kristjansson@fossar.is
Matei Manolescu
Fossar markaðir hf.
Sími: 832 4008
matei.manolescu@fossar.is