29. janúar 2025

Fossar gera samning um viðskiptavakt við Orkuveitu Reykjavíkur

Fossar fjárfestingarbanki hefur undirritað samning við Orkuveitu Reykjavíkur um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf útgefin af Orkuveitunni með auðkennin „OR031033 GB“, „OR180242 GB“ „OR280845 GB“ og „OR180255 GB“. Skuldabréfin hafa þegar verið tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland. Skyldur viðskiptavaka samkvæmt samningi tóku gildi þann 27. janúar 2025. Viðskiptavakt með OR 031033 GB og OR 280845 GB hefst 10. febrúar 2025.

Fossar hafa skuldbundið sig til að leggja fram dag hvern, kaup- og sölutilboð í skuldabréfin í Kauphöllinni fyrir opnun markaðar. Tilboð skulu ávallt vera að lágmarki 20 m. kr. í hvorum flokki að nafnverði og skulu tilboð endurnýjuð eigi síðar en innan 15 mínútna frá því að þeim hefur verið tekið.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða viðskiptavaka ákvarðast af verði gildra tilboða og má mest vera 1,0% á OR 031033 GB. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða á OR 180255 GB, OR 280845GB og OR 180242 GB má mest vera 1,5%.

Orkuveitan mun stækka flokkana OR 031033 GB og OR 280845 um 480 m.kr. að nafnvirði í báðum flokkum. Bréfin verða ekki seld til fjárfesta en stækkunin er tilkomin svo Orkuveitan geti staðist skuldbindingar um veitingu verðbréfalána í tengslum við áðurnefnda viðskiptavakt.

Nánari upplýsingar veitir:

Rúnar Friðriksson
Sími: 522-4000
Netfang: runar.fridriksson@fossar.is