Fossar
21. febrúar 2023

Fossar fjárfestingarbanki efnir til víxlaútboðs í dag

Fossar fjárfestingarbanki hf. efnir til víxlaútboðs í dag.

Boðnir verða til sölu víxlar í 6 mánaða flokki FOS 23 0828 með gjalddaga þann 28. ágúst 2023. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu samþykktu flötu vöxtum. Nafnverðseining víxlanna er 20 m.kr.

Þetta er þriðja víxlaútgáfa félagsins en þann 21. nóvember sl. voru gefnir út víxlar í flokknum FOS 23 0522 að fjárhæð 820 m.kr. á flötu vöxtunum 7,53% eða 0,94% álagi á sex mánaða REIBOR, þar sem heildareftirspurn nam 900 m.kr. Þar áður, í fyrstu víxlaútgáfu félagsins þann 25. ágúst sl. voru gefnir út víxlar í flokknum FOS 23 0227 að fjárhæð 1.000 m.kr. á flötu vöxtunum 7,30% eða 0,96% álagi á sex mánaða REIBOR, þar sem heildareftirspurn nam 1.740 m.kr.

Útgáfan mun nema að hámarki 1.500 m.kr. en félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Þá hyggst félagið verða virkur útgefandi á sex mánaða víxlum á þriggja mánaða fresti um ókomna tíð. Fyrirhugað er að gefa út fyrsta skráða víxilinn í maí 2023.

Nánari upplýsingar:

Ottó Stefán Michelsen
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 832-4099
Netfang: otto.michelsen@fossar.is

Matei Manolescu
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is