24. ágúst 2023

Fossar eru fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Þann 22. ágúst hlaut Fossar fjárfestingarbanki hf. viðurkenningu vegna góðra stjórnarhátta og um leið nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. 

Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum félagsins og var Fossar fjárfestingarbanki eitt af 18 fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.