10. nóvember 2022

Fossar aðstoða Bláa Lónið við undirbúning að skráningu í kauphöll

Stjórn Bláa Lónsins hf. hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur til þess ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka og Landsbankans.

Félagið stefnir á skráningu á næsta ári en endanleg ákvörðun verður háð framvindu undirbúningsvinnu og eftir því sem markaðsaðstæður leyfa.

Bláa Lónið er leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu og hefur getið sér gott orð á húðvörumarkaði en vörumerki þess er sterkt á alþjóðavísu.

Bláa Lónið var stofnað árið 1992. Hjá félaginu starfa nú um 700 manns.