Fossar fjárfestingarbanki hélt hinn árlega Iceland Capital Markets Day á Claridge‘s í London í síðustu viku þar sem fjölbreytt dagskrá um Ísland var kynnt fyrir erlendum fjárfestum. Sturla Pálsson frá Seðlabankanum kynnti efnahagsástand og framtíðarhorfur og Magnús Harðarsson frá Kauphöllinni kynnti stöðu og framfarir á hlutabréfamarkaðnum á Íslandi. Fyrirtæki úr fjölbreyttum geirum kynntu einnig fjárfestingatækifæri sem endurspegla styrk og einstaka eiginleika íslenska hagkerfisins: Finnur Oddsson frá Högum, Halldór Benjamín Þorbergsson frá Heimum, Edward Wyvill frá Amaroq Minerals, Páll Ragnar Jóhannesson frá Oculis og Haraldur Þórðarson frá Skaga tóku þar til máls.
Fossar þakka fjárfestum kærlega fyrir komuna, sem og framsögumönnum, fyrir áframhaldandi stuðning við markaðssetningu okkar á Íslandi sem fjárfestingarkosti á erlendri grundu.