19. september 2025

Breyting á skilmálum Fossa fjárfestingarbanka hf.

Við viljum vekja athygli á uppfærðum almennum viðskiptaskilmálum og viðskiptaskilmálum fjárfestingarþjónustu. Skilmálarnir hafa verið birtir á heimasíðu bankans, sem nálgast má hér. Uppfærðir skilmálar taka gildi samhliða birtingu á heimasíðu Fossa þann 19. september 2025.   

Haldi viðskiptavinur áfram viðskiptum við Fossa eftir gildistöku uppfærðra skilmála telst viðskiptavinur hafa samþykkt breytingarnar. Sætti viðskiptavinur sig ekki við breytingu á skilmálum getur hann sagt upp viðskiptum sínum við bankann í samræmi við efni skilmálanna.  

Helstu breytingar á skilmálunum eru eftirfarandi: 

Almennir viðskiptaskilmálar 

  • Skilmálarnir endurspegla nú stöðu Fossa sem hluta af samstæðu Skaga hf.  
  • Bætt inn ákvæði um að viðskiptavinur samþykki skilmála með því að óska eftir eða nýta sér þjónustu Fossa. 
  • Skerpt á heimildum Fossa veiti viðskiptavinur ekki þær upplýsingar sem bankinn telur nauðsynlegar, þ.m.t. heimild til að hafna viðskiptum, frysta eða loka reikningum. 
  • Bætt inn ákvæðum um samskipti við Fossa og gert ráð fyrir að viðskiptavinur geti veitt heimild fyrir miðlun persónuupplýsinga innan samstæðu Skaga í markaðslegum tilgangi. 
  • Skerpt á heimildum Fossa til að skuldfæra reikning viðskiptavinar vegna kostnaðar, gjalda eða þóknana sem falla á viðskiptavin. 
  • Skerpt á ákvæðum um heimild Fossa til að kalla eftir tryggingum í lánaviðskiptum. 
  • Bætt inn heimild til að miðla upplýsingum um viðskiptavini í tengslum við sölu krafna á hendur viðskiptavini. 

Viðskiptaskilmálar fjárfestingarþjónustu 

  • Skilmálarnir endurspegla nú stöðu Fossa sem hluta af samstæðu Skaga hf.  
  • Skerpt á ákvæðum um útvistun og heimild til miðlunar nauðsynlegra upplýsinga um viðskiptavin í tengslum við útvistaða þjónustu. 
  • Skerpt á ákvæði um safnskráningu. 

Rétt er að hafa í huga að yfirlitið hér að framan er ekki tæmandi og sett saman í upplýsingaskyni. Ef misræmis gætir á milli yfirlitsins og þess sem fram kemur í viðkomandi skilmálum þá gilda skilmálarnir.  

Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum um framangreinda skilmála með því að senda tölvupóst á netfangið  info@fossar.is