Baridi Iceland hf., móðurfélag Baridi Group Ltd., hefur lokið 7 milljón USD hlutafjáraukningu í lokuðu útboði. Fjárfestahópurinn samanstendur af bæði íslenskum og erlendum einkafjárfestum. Stjórnendur félagsins munu nýta hlutafjáraukninguna til að fjármagna framkvæmdir vegna fyrstu koparvinnslu félagsins í nágrenni við Dodoma, höfuðborg Tansaníu.
Fyrirtækjaráðgjöf Fossa var ráðgjafi Baridi og umsjónaraðili hlutafjárútboðsins.
Baridi Group var stofnað árið 2022 af Kristni Má Gunnarssyni og hefur félagið tryggt sér rannóknarleyfi á yfir 2.000 km 2 svæði með aðgang að mikilvægum hráefnum eins og kopar, grafít, litíum og nikkel. Þá hefur félagið frá stofnun lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í gegnum Baridi Future Foundation.