Eiríkur Jóhannsson er í teymi markaðsviðskipta.
Áður en Eiríkur gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum hf. frá árinu 2023, hann starfaði einnig í eignastýringu (2020-2023) og við miðlun aflaheimilda (2019-2020) hjá sama félagi.
Þar áður starfaði hann hjá Viðskiptahúsinu Sjávarútvegi ehf. við miðlun aflaheimilda (2017-2019).
Eiríkur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.