Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 26 05.
Alls bárust tilboð að nafnvirði 3.530 m.kr. og voru öll tilboð samþykkt á hreina verðinu 100,00 (pari) sem jafngildir 3,34% ávöxtunarkröfu. Skuldabréfaflokkurinn er til 7 ára, ber fasta 3,30% verðtryggða vexti og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils.
Skuldabréfin eru með jöfnum greiðslum höfuðstóls og vaxta á þriggja mánaða fresti og lokagjalddaga 15. maí 2026. Skuldabréfin verða tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.