Rúnar Friðriksson

Forstöðumaður
Eigin viðskipti

Rúnar Friðriksson er forstöðumaður eigin viðskipta hjá Fossum.

Rúnar hefur nærri tveggja áratuga reynslu af starfi í eigin viðskiptum fjármálafyrirtækja, en hann hóf feril sinn hjá Kaupþingi árið 2004 sem sérfræðingur á sviði eigin viðskipta. Hann var yfirmaður eigin viðskipta Saga Capital 2007 til 2011 og svo sérfræðingur á sviði eigin viðskipta hjá Straumi fjárfestingarbanka 2012 til 2014. Rúnar kemur til Fossa frá Arion banka þar sem hann hefur starfað sem sérfræðingur á sviði eigin viðskipta síðan 2015.

Rúnar er rekstrarhagfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá er hann löggiltur verbréfamiðlari.