Ragnar Þ. Ágústsson

Ragnar Þ. Ágústsson

Forstöðumaður
Upplýsingatæknisvið

Ragnar Þ. Ágústsson er forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Fossa fjárfestingarbanka.

Ragnar hefur yfir 17 ára alþjóðlega reynslu af hugbúnaðartækni í fjárfestingarbankastarfsemi og stýringu. Áður en Ragnar gekk til liðs við Fossa þá vann hann frá árinu 2014 fyrir Landsbankann sem sérfræðingur, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar og svo sem teymisstjóri UT Fjármála og Markaða. Áður, á árunum 2003-2014, vann Ragnar í London á upplýsingatæknisviði fjárfestingabanka og sjóðastýringar, sem sérfræðingur hjá HSBC fjárfestingarbanka, yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Landsbankanum í London, yfirmaður UT hjá Man Group FoF og Man Group GLG Partners. Fyrir árin í London var Ragnar meðal annars meðstofnandi Eskils hugbúnaðarhúss.

Ragnar er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.