Hildur Kristmundsdóttir

Eignastýring

Hildur Kristmundsdóttir er viðskiptastjóri í eignastýringu.

Áður en Hildur gekk til liðs við Fossa fjárfestingabanka árið 2023 starfaði hún sem forstöðumaður á einstaklingssviði hjá Íslandsbanka frá árinu 2017.

Hildur hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 1998, fyrst sem ráðgjafi einstaklinga í útibúi bankans í Hafnarfirði en síðar verðbréfafulltrúi í sama útibúi þar til hún tók við sem þjónustustjóri á Suðurlandsbraut. Árið 2005 tók hún við starfi útibússtjóra á Eiðistorgi til 2012 þegar hún tók við starfi verkefnastjóra á viðskiptabankasviði í höfuðstöðvum bankans.

Hildur er með Fil.kand í sálfræði frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og MSc í alþjóðlegum fjármálum og bankastarfsemi frá háskólanum á Bifröst. Einnig hefur hún lokið námi í verðbréfaviðskiptum.