7. mars 2024

Fossar fjárfestingarbanki – víxlaútboð í dag

Fossar fjárfestingarbanki hf. efnir til útboðs á víxlum í dag,  fimmtudaginn, 7. mars 2024.

Boðnir verða til sölu víxlar í 6 mánaða flokki FOS 24 0911 með lokagjalddaga þann 11. september 2024. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu samþykktu flötu vöxtum. Nafnverðseining víxlanna er 20 m.kr. og er útboðið því undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c- og d-liðar 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar ESB nr. 2017/1129.

Tilboðum, þar sem fram koma upplýsingar um tilboðsfjárhæð og flata vexti, skal skilað til Fossa fjárfestingarbanka fyrir kl. 17:00 í dag,  fimmtudaginn 7. mars 2024, á netfangið utbod@fossar.is.

Sótt verður um töku víxlanna til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu flokksins og umsókn um töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða þá birt á vefsíðu félagsins: www.fossar.is/fjarfestar. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 13. mars 2024.

Nánari upplýsingar:

Ásgrímur Gunnarsson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 522-4000
Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is

Ernir Jónsson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 522-4000
Netfang: ernir.jonsson@fossar.is