Fossar markaðir

Starfsemi

Fossar markaðir hf. er óháð verbréfafyrirtæki sem þjónustar innlenda og erlenda fagfjárfesta á sviði verðbréfamiðlunar. Félagið er aðili að Nasdaq Iceland kauphöllinni. Fossar markaðir hf. veitir alhliða þjónustu í tengslum við verbréfaviðskipti á fjármálamarkaði. Á sviði miðlunar hefur félagið milligöngu um viðskipti með innlend og erlend verðbréf hvort sem um ræðir skráð eða óskráð verðbréf. Enn fremur aðstoðar Fossar fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir að sækja sér fjármagn á fjármagnsmörkuðum.

Starfsleyfi

Fossar markaðir hf. hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og tekur starfsleyfið til móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina og fjárfestingarráðgjafar, sbr. a-, b-, og d-liði 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Enn fremur hefur félagið heimild til þess að veita ýmsa viðbótarþjónustu á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002.

Hluthafar

  • Endurskoðandi:

    KPMG á Íslandi

  • Innri endurskoðandi:

    Grant Thornton á Íslandi

  • Regluvarsla:

    Birna Hlín Káradóttircompliance@fossar.is

Hluthafar Hlutafé samtals*
Fossar Finance ehf., endanlegir eigendur
Sigurbjörn Þorkelsson/Aðalheiður Magnúsdóttir
156,660,000
H3 ehf., eigandi Haraldur I. Þórðarson 56,746,110
Kormákur Invest ehf., eigandi Steingrímur Arnar Finnsson 33,023,220
Norðurvör ehf., eigandi Þorbjörn A. Sveinsson 10,945,260
RedRiverRoad ehf., eigandi Hannes Árdal 10,945,260
Selsvellir ehf., eigandi Gunnar Freyr Gunnarsson 10,945,260
Aðrir hluthafar 4,684,890
283,950,000


*Í félaginu eru tveir hlutahafaflokkar, A og B hlutir, sbr. samþykktir þess.