Sigurbjörn Þorkelsson er formaður stjórnar Fossa fjárfestingarbanka hf.
Sigurbjörn hefur unnið hjá erlendum fjármálastofnunum allan sinn starfsferil í New York, London, Tokyo og Hong Kong og hefur víðtæka reynslu af því að leiða og byggja upp fjárfestingarbanka starfsemi. Á Íslandi hefur Sigurbjörn verið fjárfestir, einkum í sprotafélögum, setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Sigurbjörn er verkfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum.