Ottó Stefán Michelsen

Fjárstýring og eigin viðskipti

Ottó Michelsen er í teymi fjárstýringar og eigin viðskipta hjá Fossum.

Ottó hefur fjölbreytta reynslu af störfum á fjármálamörkuðum bæði innanlands og erlendis. Áður en hann gekk til liðs við Fossa fjárfestingabanka átti hann í viðskiptum með gjaldeyrisvalrétti fyrir hinn virta Svenska Handelsbanken í Stokkhólmi. Þar áður leiddi Ottó viðskipti Arion banka með valrétti og var lykilmaður í aukningu valréttaviðskipta bankans. Samhliða störfum fyrir Arion banka var Ottó aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi áfangann Afleiður.

Ottó hefur meistaragráðu í Fjármálaverkfræði frá University of Michigan – Ann Arbor og Bsc. í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.