Lilja Dóra Halldórsdóttir

Lilja Dóra Halldórsdóttir

Stjórnarmaður

Lilja Dóra Halldórsdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka.

Lilja Dóra hefur góða þekkingu og reynslu af starfsemi lánastofnana, en hún var forstjóri Lykils fjármögnunar hf. frá árinu 2011 og fram yfir sölu á félaginu til nýrra eigenda árið 2020. Áður var hún aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sinnti ráðgjöf við íslensk fyrirtæki og stofnanir hjá Opna Háskólanum. Þá starfaði hún við ýmis verkefni hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Belgíu og var yfirlögfræðingur Skeljungs hf. um nokkurra ára skeið. Lilja hefur setið í stjórnum fyrirtækja, s.s. Klakka ehf. og Samskipa hf. og var höfundur bókarinnar ,,Stofnun fyrirtækja – formreglur, réttindi og skyldur“, sem Impra og Háskólinn í Reykjavík gáfu út.

Lilja er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og fékk réttindi til málflutnings í héraði árið 1996. Hún er með MBA gráðu frá Vlerick Leuven Gent Management School og gráðu í stjórnun frá Háskólanum í Leuven i Belgiu.