Ása Kristbjörg Karlsdóttir

Ása Karlsdóttir

Formaður endurskoðunarnefndar stjórnar

Ása starfaði hjá Íslandsbanka hf. í 13 ár sem forstöðumaður fjárhagsdeildar, meðal verkefna voru uppgjör móðurfélags og samstæðu bankans, og upplýsingagjöf til endurskoðunarnefndar og stjórnar bankans. Ása hefur mikla reynslu af innleiðingu á hugbúnaðarlausnum meðal annars hjá Arion banka og fyrirrennerum hans og hjá Eimskip hf.

Ása er löggiltur endurskoðandi með Cand.oecon próf í viðskipafræði frá Háskóla Íslands. Ekki er um að ræða nein hagsmunatengsl milli Ásu og helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila Fossa fjárfestingarbanka hf. Ása er óháð félaginu og stórum hluthöfum.