Anna Þorbjörg Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri
Eignastýring

Anna Þorbjörg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri eignastýringar.

Anna hefur mikla þekkingu og reynslu af því að starfa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hún var einn stofnenda World Financial Desk LLC (WFD), hátækni fjármálafyrirtækis með aðsetur í New York. WFD á viðskipti með bandarísk ríkisskuldabréf og vaxtaafleiður á rafrænum mörkuðum og kauphöllum víða um heim. Anna Þorbjörg starfaði sem annar tveggja stjórnarformanna félagsins frá stofnun og sem fjárfestingastjóri þar til fyrirtækið var selt árið 2015. Áður starfaði Anna Þorbjörg sem miðlari hjá Madison Tyler Trading, forvera Virtu Financial, sem er í fararbroddi í rafrænum viðskiptum á heimsvísu. Þar átti hún viðskipti með afleiður, skuldabréf, hlutabréf og gjaldmiðla á mörkuðum um heim allan.

Anna Þorbjörg er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.A. gráðu í hagfræði frá University of California Los Angeles og M.Sc. gráðu í fjármálastærðfræði frá University of Southern California. Anna Þorbjörg hefur lokið prófum í verðbréfaviðskiptum á Íslandi og í Bandaríkjunum.