Andrea Björnsdóttir

Andrea Björnsdóttir

Forstöðumaður
Skrifstofa forstjóra

Andrea Björnsdóttir er forstöðumaður á skrifstofu forstjóra hjá Fossum fjárfestingarbanka. Hún kemur til Fossa frá Bank of America í Lundúnum þar sem hún starfaði á fjárfestingarbankasviði í framhaldi af útskrift frá London Business School.

Andrea hefur starfað innan fjármálageirans frá árinu 2018. Hún hóf feril sinn í áhættustýringu í Íslandsbanka, fyrst sem sérfræðingur í markaðs- og lausafjáráhættu og síðar sem verkefnastjóri áhættustýringar. Síðar flutti hún sig yfir í fyrirtækjaráðgjöf bankans.

Andrea er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Auk þess hefur Andrea lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.