Aðalheiður Magnúsdóttir er varamaður í stjórn Fossa fjárfestingarbanka hf.
Aðalheiður er fjárfestir og stjórnarformaður Fossa ehf. Aðalheiður starfaði lengi við vörustefnu, auglýsinga- og markaðsmál fyrir ýmis fyrirtæki í New York, London og Hong Kong. Aðalheiður rekur Ásmundarsal sem er sjálfstætt starfandi sýningarsalur og situr í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.
Aðalheiður er með BA gráðu í hönnun og markaðsmálum frá Parsons School of Design í New York auk þess að hafa stundað nám í listrænni stjórnun og framleiðslu frá Central Saints Martin í London.