Fossar fá starfsleyfi í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Fossar Markets Ltd. sjálfstætt starfsleyfi til þess að veita fjármálaþjónustu í Bretlandi. Fossar Markets Ltd. er hluti af samstæðu íslenska verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða. Félagið rekur nú þegar skrifstofu í Stokkhólmi ásamt því að vera með aðalskrifstofur í Reykjavík. Í lok júní var tilkynnt að David Witzer…

Fossar styrkja stöðu sína í kauphöllinni í júlí

Fossar markaðir hf. auka umsvif sín í Kauphöllinni í júlí, í tilkynntum viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í júlí var 19,3% í skuldabréfum og 25,1% í hlutabréfum og samsvarandi 13,8% og 17,5% í öllum viðskiptum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 60 milljörðum króna. Heildarviðskipti…

Vel heppnuð ráðstefna um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Fossar markaðir héldu ráðstefnu sem bar yfirskriftina Ísland – Svíþjóð í Iðnó, þann 19. júní s.l. þar sem umfjöllunarefnið var erlendar fjárfestingar íslensku og sænsku lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra flutti opnunarávarp og Andri Guðmundsson framkvæmdastjóri Fossa markaða í Svíþjóð stýrði fundinum. Frummælendur á fundinum voru Stefán Halldórsson verkefnastjóri hjá Landssamtökum…

Fossar með sterka stöðu í kauphöllinni á fyrri hluta árs 2017

Fossar markaðir hf. voru með sterka hlutdeild í kauphöllinni á fyrsta árshluta 2017, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Fossar voru einnig umsvifamiklir í Kauphöllinni í júnímánuði einum og sér. Fossar voru leiðandi í tilkynntum viðskiptum á fyrri hluta árs 2017 með 15,9% hlutadeild í skuldabréfum og 17,0% í…

Nýir starfsmenn hjá Fossum mörkuðum

Matei Manolescu og Þorsteinn Helgi Valsson hafa gengið til liðs við Fossa markaði. Matei mun starfa við miðlun innlendra skuldabréfa og Þorsteinn við bakvinnslu. Áður en Matei gekk til liðs við Fossa markaði hf. í júlí starfaði hann í markaðsviðskiptum Íslandsbanka með áherslu á miðlun skuldabréfa. Á árunum 2013 til…

David Witzer leiðir Fossa markaði í London

David Witzer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fossa markaða í London. Fossar markaðir hófu nýlega starfsemi í borginni í kjölfar vaxandi erlendra umsvifa í aðdraganda og eftir losun gjaldeyrishafta á Íslandi. Fossar reka nú þegar skrifstofu í Stokkhólmi ásamt því að vera með aðalskrifstofur í Reykjavík. Witzer hefur mikla reynslu af…

Fossar viðhalda sterkri stöðu í Kauphöllinni í apríl

Fossar markaðir hf. viðhalda miklum umsvifum í Kauphöllinni í apríl, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í apríl var 17,0% í skuldabréfum og 17,1% í hlutabréfum og samsvarandi 12,6% og 14,0% í öllum viðskiptum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 57 milljörðum króna. Heildarviðskipti á…

Fossar með sterkan fyrsta fjórðung í kauphöllinni

Fossar markaðir hf. voru með sterka hlutdeild í kauphöllinni á fyrsta fjórðungi 2017, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Fossar voru einnig umsvifamiklir í Kauphöllinni í mars einum og sér. Fossar voru leiðandi í tilkynntum viðskiptum á fyrsta ársfjórðungi með 15,8% hlutadeild í skuldabréfum og 18,6% í hlutabréfum. Hlutdeild…

Fossar styrkja stöðu sína í hlutabréfaviðskiptum í febrúar

Fossar markaðir hf. viðhalda miklum umsvifum í Kauphöllinni í febrúar, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Fossar voru sterkir á skuldabréfamarkaði í febrúar með 14,6% hlutdeild. Heildarvelta af skuldabréfaviðskiptum nam 85 milljörðum króna í mánuðinum. Hlutdeild Fossa af heildarveltu með hlutabréf jókst umtalsvert milli mánaða og nam 16,9% í…

Fossar viðhalda sterkri stöðu í kauphöllinni í janúar

Fossar markaðir hf. viðhalda miklum umsvifum í Kauphöllinni í janúar, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf. Fossar voru leiðandi á skuldabréfamarkaði í janúar með 18% hlutdeild. Heildarvelta af skuldabréfaviðskiptum nam 85,9 milljörðum króna í mánuðinum. Hlutdeild Fossa af heildarveltu með hlutabréf var 11,2% í janúar í 50 milljarða króna…

Nýir starfsmenn hjá Fossum mörkuðum

Óttar Helgason, Rafn Viðar Þorsteinsson og Rúnar Steinn Benediktsson hafa verið ráðnir til Fossa markaða. Óttar gengur til liðs við erlendra markaði. Rafn Viðar og Rúnar Steinn munu starfa innan teymis innlendra markaða, þar sem Rafn mun starfa við greiningu á mörkuðum og Rúnar við miðlun innlendra hluta- og skuldabréfa.…

Umtalsverð hlutdeild Fossa markaða hf. í Kauphöllinni á árinu 2016

Heildarvelta í Kauphöllinni með hlutabréf fyrir árið 2016 nam um 558 milljörðum, sem er 43% veltuaukning frá fyrra ári. Heildarvelta viðskipta með skuldabréf dróst hins vegar saman um 26% frá fyrra ári og nam 1.476 milljörðum króna árið 2016. Fossar markaðir voru með 8.4% hlutdeild af viðskiptum með hlutabréf á…

Fossar markaðir styðja Barnaspítala Hringsins

Fjórar milljónir króna sem söfnuðust á Takk deginum hjá Fossum mörkuðum í lok nóvember renna til Barnaspítala Hringsins. Á Takk deginum, sem í ár var 25. nóvember, renna þóknanatekjur Fossa til góðs málefnis sem starfsfólk velur hverju sinni. Um er að ræða samstarfsverkefni Fossa og viðskiptavina fyrirtækisins, auk þess sem…

Hópur fjárfesta kaupir ISS Ísland fyrir milligöngu Fossa

Fossar markaðir í Stokkhólmi höfðu milligöngu um kaup hóps innlendra og erlendra fjárfesta á öllu hlutafé ISS Ísland ehf. af ISS World Services. Kaupverðið er trúnaðarmál og samningurinn háður hefðbundnum fyrirvörum, en bæði kaupendur og seljandi eru bjartsýnir á að viðskiptin gangi að fullu í gegn fyrir lok árs. Kaupendahópurinn…

Góð hlutdeild Fossa markaða hf. í Kauphöllinni í nóvember

Töluverð velta var í Kauphöllinni síðastliðinn mánuð, bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði, og voru Fossar markaðir hf. umsvifamiklir í þessum viðskiptum. Samkvæmt veltutölum frá Kauphöllinni voru Fossar markaðir hf. með 16% hlutdeild af viðskiptum með skuldabréf í nóvember og 10% hlutdeild af viðskiptum með hlutabréf. Fossar markaðir hf. eru enn…